Norðurlandamót Unglinga 2018


Frá vinstri: Ingimar, Rakel, Birta og Guðmundur.

Helgina 14.-15. október var Norðurlandamót Unglinga í Ólympískum Lyftingum haldið í Østerbro, Danmörku. Lyftingasamband Íslands sendi hvorki meira né minna en 15 manna sveit í flokki U20 og U17 sem keppti fyrir Íslands hönd. Í þeim hópi átti CrossFit XY 4 bráðefnilega fulltrúa sem öll stóðu sig gríðar vel á mótinu. Þetta eru þau Birta Hafþórsdóttir (f.1998), Ingimar Jónsson (f.1998), Rakel Jónsdóttir (f.1999) og Guðmundur Jökull Ármannsson (f.1998).


Árangur hópsins á mótinu var lygilega góður enda um einstaklinga sem tilheyra þeim bestu í sínum flokkum að ræða. Birta (-75kg flokkur) tók 1. sæti í sínum flokki og varð jafnframt efst í samanlagðri þyngd (80kg snörun/90kg jafnhending). Hún hlaut því titilinn Norðurlandameistari 2018. Ingimar (-77kg flokkur) tók 2. sæti í sínum flokki og setti jafnframt nýtt Íslandsmet Unglinga í snörun (107 kg snörun/131kg jafnhending). Rakel (-58kg flokkur) átti stórkostlegt mót þar sem hún landaði 1. sæti í sínum þyngdarflokki (65kg snörun/80kg jafnhending) ásamt því að setja nýtt Íslandsmet í flokki U20 í jafnhendingu. Guðmundur Jökull (-94kg flokkur) endaði í 3. sæti í sínum flokki með frábærum lyftum (95kg snörun/115kg jafnhending).


Við tókum púlsinn á hópinum áður en þau héldu til Danmerkur þar sem þau sögðu okkur örlítið frá ferlinu, hvernig þau fóru frá því að prófa þessa krefjandi en skemmtilegu íþrótt í að keppa undir Íslands fána á Norðurlandamóti og hvert þau stefna með Ólympískar Lyftingar.

"Ég byrjaði í CrossFit í lok árs 2014 eftir að hafa verið í fimleikum frá því að ég var lítil. Ég kynnist Oly (Ólýmpískum Lyftingum) í gegnum CrossFitið en leit þannig séð ekkert á það sem sér íþrótt til að byrja með. Ég byrjaði í Kvennó (Kvennaskóla Reykjavíkur) árið 2014 og reyndi þar að fá CrossFit metið í stað þess að mæta í íþróttatíma skólans. Það var heldur betur ekki í boði þar sem að íþróttakennarinn minn tilkynnti mér að CrossFit væri ekki íþrótt í hennar huga. Ég ákvað þá að keppa á Íslandsmótinu í Ólympískum Lyftingum og fékk þannig tímana metna. Þegar ég mætti á mótið, sem var mitt fyrsta mót, vissi ég voða lítið hvað ég var að fara út í. Ég hafði ekki einusinni kynnt mér fjölda tilrauna en það fór engu að síður allt vel og ég hef ekki stoppað síðan! Ég ákvað að reyna að keppa