"Markmiðið er alltaf að komast á CrossFit Games, hvort sem er í liði eða sem einstaklingur"

Jóhanna Júlía, þjálfari, keppandi og fulltrúi CrossFit XY, hefur vægast sagt átt annasamt sumar og hefur nýtt það vel. Eftir að hafa glímt við þrálát meiðsli í fyrra er þessi bráðefnilega íþróttakona á algjöru skriði og hefur verið það síðustu mánuði. Hún kemur inn af krafti í The Open sem hefst núna á föstudaginn og markar upphaf CrossFit keppnistímabilið fyrir 2020. Það verður virkilega spennandi að fylgjast með árangri Jóhönnu á komandi ári og auðvitað vonumst við til að sjá okkar fulltrúa ná alla leið á Heimsleikana í CrossFit árið 2020. Jóhanna er nýkomin heim frá Þýskalandi þar sem hún lenti í 3. sæti á sterku móti Halway There Throwdown. Við ræddum við hana um síðustu mánuði, hennar framtíðarsýn, markmið og komandi keppnistímabil.


Hvernig hefur undirbúningur fyrir komandi keppnistímabil gengið?

Mér finnst það hafa gengið bara nokkuð vel. Engin stórvægileg meiðsli sem er frábært þar sem ég glímdi við hnémeiðsli í The Open í fyrra, sem var ekki það skemmtilegasta. Ég tók t.d. þátt á Reykjavík CrossFit Championship (RCC) og French Throwdown í París þar sem að ég lenti í 14. sæti á báðum mótunum af 30 keppendum á RCC og 40 á French. Það var ótrúlega skemmtilegt að fá að keppa á svona stóru móti í eigin landi eins og á RCC. Mér fannst það hrikalega gaman og gott að hafa allt stuðningsliðið hjá sér í keppninni. Það er alltaf aðeins meira stressandi þegar maður fer erlendis en mér fannst ég standa mig mjög vel á French Throwdown. Þar voru mörg stór nöfn sem maður var að keppa við en náði jafnvel að vinna.

Hvernig finnst þér þetta nýja fyrirkomulag tímabilsins?

Mér finnst það skemmtilegt. Það hvetur mann til að taka þátt í fleiri mótum, þá sérstaklega erlendis. Maður hefur fleiri möguleika til þess að ná inn á Heimsleikana en jafnframt eru þessi mót öll g