top of page

CrossFit: French Throwdown 2019

Sveit CrossFit XY lauk vægast sagt árangursríkri keppnishelgi síðastliðinn sunnudag í París, Frakklandi. Við erum gríðarlega stolt af okkar fulltrúum á CrossFit: French Throwdown mótinu sem var gríðarlega sterkt og krefjandi þetta árið.

Jóhanna Júlía hafnaði í 14. sæti af 40 keppendum í ELITE flokki keppninnar. Hennar besti árangur á mótinu var 4. sæti í æfingu 3 og 5. sæti í æfingu 7. Þetta er hennar langbesti árangur í einstaklingskeppni erlendis í þessum styrktarflokki. Jóhanna er á hörku siglingu þetta tímabilið en hún hafnaði í 15. sæti á feikna öflugu móti Reykjavik CrossFit Championships í maí.

Lið CrossFit XY (Team CrossFit XY) átti stórkostlegt mót og gerði sér lítið fyrir og vann RX flokk keppninnar. Allt virtist smella hjá liðinu enda var gengi þess hreint út sagt magnaðog unnu þau hvorki meira né minna en 3 æfingar á mótinu (3, 5 og 7).

Við erum gríðarlega stolt af okkar fólki og erum spennt að fylgjast með komandi keppnistímabili.







bottom of page