top of page

"BREATHE" í XY

Í lok desember fékk XY í heimsókn til sín íþróttafræðinginn og fyrirlesarann Joe Di með námskeiðið "Breathe" sem hann hélt fyrir iðkendur CrossFit XY.


Joseph DiStefano, eða Joe Di eins og hann er oftar kallaður, er sérfræðingur á íþróttasviði Spartan Race, stofnandi og eigandi lífstílsvörumerkisins RUNGA og alþjóðlegur fyrirlesari. Fyrirlestrar Joe eru gríðarlega vinsælir og eiga sérstaklega vel við í CrossFit stöðvum þrátt fyrir að vera ekki gerðir út frá hugmyndafræði íþróttarinnar. Meðal annars ná námskeiðin yfir hluti eins og tækni og aðferðir við notkun á ketilbjöllum í þjálfun, þolþjálfun og mismunandi kerfi líkamans sem verka í mikilli ákefð og það námskeið sem Joe kom með til okkar í XY - öndun.


Námskeiðið "Breathe" snérist að miklu leiti um beitingu og nýtingu öndunar bæðið við styktar- og þolþjálfun en einnig í daglegu lífi. Kostir þess að leggja áherslu á rétta öndun við öll athæfi eru gríðarmiklir en eiga jafnframt til með að gleymast. Með æfingu í öndun er hægt að bæta nýtingu súrefnis við öndun verulega sem kemur að góðum notum m.a. í þolþjálfun þar sem krafan á súrefni í vöðva líkamans er mikil.



Námskeiðið var jafn fróðlegt og það var skemmtilegt. Fyrirlesturinn var fullur af flottum punktum sem flestir, ef ekki allir, þátttakendur gátu tengt við að einhverju leyti. Að fyrirlestrinum loknum tók við skemmtileg og létt þolæfing sem reyndi hinsvegar verulega á því einungis mátti anda með nefinu. Þetta reyndist mörgum erfitt enda ekki eitthvað sem margir af okkar daglegu iðkendum gera. Þetta tengdist þó mörgu af því sem var komið inn á í fyrirlestrinum sem skapaði ákveðið "aha" augnablik í lok námskeiðsins.

Við erum gríðarlega þakklát fyrir að hafa fengið Joe til okkar og munum klárlega sækjast eftir öðru námskeiði næst þegar að þessi frábæri þjálfari kemur til landsins.





bottom of page