RÉTT BYRJUN

Mömmu CrossFit eru tímar sem henta bæði óléttum konum og konum sem nýlega hafa gengið í gegnum fæðingu. Að sjálfsögðu eru börnin velkomin með í timana.

Fyrst og fremst eru tímarnir skemmtilegir þar sem mömmur og börn geta mætt saman og tekið góða æfingu. Í tímunum er lögð áhersla á að allir fái æfingu sem hentar þeim. Kennd er tækni til að virkja og slaka á grindarbotns- og kviðvöðvum þannig að hægt sé að stunda CrossFit eða aðra líkamsrækt án takmarkanna.

Tímarnir samanstanda af liðkun, upphitun, styrktar og/eða þolæfingum með teygjum í lok hvers tíma. Tímarnir eru klukkustund og fer kennsla fram kl 09:00 á mánudögum og fimmtudögum. Auk þess býðst iðkendum að mæta í einn CrossFit tíma á viku og að nýta sér “Open Gym” stöðvarinnar á meðan tímabilinu stendur

©2016 Crossfit XY.  Miðhraun 2, 210 Garðabær - info@crossfitxy.is - Sími: 517 0500