JÁKVÆÐ BYRJUN

Tímarnir  byggja  á hugmyndafræði CrossFit Kids & Teens en hún gengur út á að kynna CrossFit fyrir krökkum og unglingum í jákvæðu og uppbyggilegu umhverfi.  Markmið tímanna er að bæta alhliða form  barna og unglinga á breiðum grunni, með sérstakri áherslu á góða líkamsstöðu, kjarnastyrk, líkamsvitund, liðleika og matarræðis. 

 

Í lok allra æfinga er lögð áhersla á að kynna fyrir öllum teygjur og þá mismunandi teygjur í takt við þær æfingar sem við höfum verið að gera. Mjög mikilvægt er að foreldrar ítreki það við börnin sín að láta okkur þjálfarana vita ef krakkarnir eru verkjaðir eða finna fyrir meiðslum. Við leggjum mikla áherslu á að hægt er að sníða æfingar að hverjum og einum, því öll erum við jú mismunandi. 

Næstu námskeið:

Þann 8. júní 2021 hefst Grunnnámskeið í CrossFit fyrir unglinga fædda 2006-2008. Námskeiðið er 4 vikur og eru 3 æfingar í viku, klukkutími í senn. Skráning fer fram í gegnum NÓRA (https://crossfitxy.felog.is).

 

Æfingataflan lítur svona út:

Þriðjudagar kl 15:30

Fimmtudagar kl 15:30

Laugardagar kl 12:00

-
Grunnnámskeið unglinga kostar 25.900 kr

Grunnnámskeið unglinga + 3 mánuðir framhald kostar 55.600 kr

---------------