top of page

JÁKVÆÐ BYRJUN

Tímarnir  byggja  á hugmyndafræði CrossFit Kids & Teens en hún gengur út á að kynna CrossFit fyrir krökkum og unglingum í jákvæðu og uppbyggilegu umhverfi.  Markmið tímanna er að bæta alhliða form  barna og unglinga á breiðum grunni, með sérstakri áherslu á góða líkamsstöðu, kjarnastyrk, líkamsvitund, liðleika og matarræðis. 

 

Í lok allra æfinga er lögð áhersla á að kynna fyrir öllum teygjur og þá mismunandi teygjur í takt við þær æfingar sem við höfum verið að gera. Mjög mikilvægt er að foreldrar ítreki það við börnin sín að láta okkur þjálfarana vita ef krakkarnir eru verkjaðir eða finna fyrir meiðslum. Við leggjum mikla áherslu á að hægt er að sníða æfingar að hverjum og einum, því öll erum við jú mismunandi. 

Næstu námskeið:

Þann 9.janúar hefst námskeið fyrir unglinga á aldrinum 12-15 ára. Tímar fara fram kl 18:45 á þriðjudögum og fimmtudögum og kl 12:00 á sunnudögum. Námskeiðinu lýkur 31.maí og eru aðeins 20 pláss í boði. Heildarverð námskeiðs er 83.000 kr.

Markmið námskeiðsins er að kenna rétta líkamsbeitingu ásamt því að kenna undirstöðuatriðin í Ólympískum lyftingum og almennum þol- og styrktaæfingum sem gerðar eru í CrossFit.

 

Skráning fer fram á Sportabler síðu XY.
Hægt er að nýta frístundastyrki þegar námskeiðið er keypt.

-
Upplýsingar um verð skráningu og verð eru hér

bottom of page