CROSSFIT OG RAFÍÞRÓTTIR

XY Esports blandar saman hugmyndafræði CrossFit og rafíþrótta. Í skipulögðu starfi XY Esports fá iðkendur allt það besta af sviði rafíþrótta í bland við þjálfun andlegrar og líkamlegrar heilsu í jákvæðu og uppbyggilegu umhverfi.

Æfingaraðstaða XY Esports er fullbúin 10 leikjatölvum og aukabúnaði í hæsta gæðaflokki. Þjálfarar og umsjónarmenn námskeiðanna eru reynslumiklir einstaklingar á sviði frístunda- og félagsstarfa ásamt því að vera í framlínu rafíþrótta á Íslandi. XY Esports er í húsnæði CrossFit XY þar sem er fullbúin líkamsræktarstöð.


Námskeiðin miða að kennslu á grunnatriðum hinna ýmsu rafíþróttaleikja t.d. Fortnite og CS:GO. Samhliða æfingum í leikjum fá iðkendur þjálfun í markmiðasetningu, alhliða hreyfingu, andlegum og líkamlegum styrk og samhæfingu. Það er nefninlega ótrúlega margt sem þessi tvö “ólíku” hugtök, rafíþróttir og CrossFit, eiga sameiginlegt - t.d. samskipti, líkamsbeiting, samhæfing handa og augna, frammistaða undir áreiti, mataræði, sjálfsbetrun og ákvörðunartaka. 

17. ágúst hefst 18 vikna Haustönn XY Esports þar sem 13 ára og eldri býðst að skrá sig í tvennskonar hópa, annarsvegar Fortnite og hinsvegar CS:GO æfingahóp. Æfingar eru 4x í viku:

 

Á miðvikudögum eru æfingar kl 17:00-18:30 (Fortnite)
og kl 18:30 - 20:00 (CS:GO)
Á sunnudögum eru æfingar kl 12:30-14:00 (Fortnite)
og kl 14:00-15:30 (CS:GO).
Á þriðjudögum og fimmtudögum kl 15:30-16:30
eru svo sameiginlegir hreystitímar fyrir báða hópa.

 

ATH að aðeins eru 10 laus pláss í hvorn hóp. Haustönn XY Esports kostar 20.000 kr/mánuðurinn.
 

©2016 Crossfit XY.  Miðhraun 2, 210 Garðabær - info@crossfitxy.is - Sími: 517 0500