BYRJAÐU RÉTT
Við leggjum ríka áherslu á að iðkendur sem ekki hafa stundað CrossFit áður skrái sig á Grunnnámskeið. CrossFit sameinar styrktar-, úthalds-, og liðleikaþjálfun. Það er því mikilvægt að líkaminn fái tækifæri til þess að aðlagast nýjum æfingum, hreyfingu og að hver og einn nái tökum á grunntækni æfinga sem notast er við í CrossFit.
Við byrjum rólega og leggjum mikla áherslu á rétta líkamsbeitingu.
Ákefðin er svo aukin jafnt og þétt milli vikna og með því fylgir aukið þrek sem undirbýr líkaman undir áframhaldandi æfingar.
Eftir námskeiðið geta iðkendur mætt í Opna Tíma og haldið áfram að bæta sig.
Næsta námskeið er 2.október, kl.17:30 mánudaga, miðvikudaga og fimmtudaga

Ef að tímar Grunnnámskeiðanna henta ekki býður CrossFit XY upp á sveigjanlegri lausn sem kallast Einkanámskeið og er fyrir einstaklinga og hópa (að hámarki 4 saman í hópi). Fyrirspurn er send og fyrirkomulag sem hentar þjálfara og iðkanda fundið. Einkanámskeið er 5 skipti þar sem tímasetningar og verð er samningsatriði milli iðkanda og þjálfara.