CROSSFIT ER LÍFSTÍLL
Eftir að hafa lokið Grunnnámskeiði í CrossFit er fólki heimilt að sækja opna tíma í CrossFit. Opnu tímarnir eru með sambærilegu sniði og grunnnámskeiðin. Mun fleiri möguleikar eru á æfingatímum þegar iðkandinn hefur lokið grunnnámskeiðinu, en þá eru allt að 6 tímar yfir daginn sem hægt er að velja um.
Smám saman eru kynntar flóknari og meira krefjandi æfingar sem að byggja á þeim æfingum sem kenndar voru á grunnnámskeiðinu.
Mikilvægt er að iðkandinn tileinki sér að hlusta á líkamann sinn og stýri álaginu samkvæmt því. Við leggjum alltaf áherslu á að hafa gaman af því að mæta á æfingu samhliða því að fá topp þjálfun frá faglegum þjálfurum.
ÓLYMPÍSKAR LYFTINGAR
Lyftingafélag Garðabæjar í samstarfi við CrossFit XY er með ólympíska lyftingatíma í tímatöflu stöðvarinnar. Ólympískar lyftingar er íþróttagrein sem keppt er í á ólympíuleikunum og samanstendur af snörun (e. snatch) og jafnhendingu (e. clean and jerk). Í tímunum er farið dýpra í tæknilegu atriðin á bakvið snörun og jafnhendingu ásamt ýmsum aðstoðaræfingum t.d. hnébeygjur, pressur o.þ.h. Allir sem hafa lokið grunnnámskeiði í CrossFit geta mætt í ólympísku lyftingatímana.
Tímarnir eru á miðvikudögum kl. 6:00, 11:00, 17:30 og 18:30 og á sunnudögum kl. 10:00 og 12:00.